FIERE – Furthering Innovative Entrepreneurial Regions of Europe, Svæðisbundin þróun nýsköpunar og frumkvöðlahugsunar í Evrópu.
FIERE verkefnið leitast við að byggja upp svæðisbundna þekkingu og færni tengda nýsköpun og frumkvöðlahugsun með það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að móta stefnu og byggja upp þjónustu sem styður við samfélagsþróun.
Verkefnið
FIERE er tveggja ára þróunarverkefni, fjármagnað af Grundtvig LLP áætlun Evrópusambandsins, sem snýst um að auka færni í nýsköpun og frumkvöðlahugsun hjá svæðisbundnum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum.
Verkefninu er ætlað vinna með
- Þróunaráætlanir svæði sem oft eru mótaðar miðlægt í stjórnsýslunni.
- Hættuna á því að svæði og frumkvöðlar verði of háð opinberum stuðningi.
- Þau tækifæri til þróunar og nýsköpunar sem eru í boði.
Markmið FIERE?
- Að efla svæðisbundin samtök og gera þeim betur kleift að takast á við verkefni tengd samfélagsþróun með því að nýta aðferðir frumkvöðla og ferli nýsköpunar.
- Að styrkja færni og þekkingu á ferli nýsköpunarinnan svæðisbundinna stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka.
- Að auka færni svæðisbundinna fyrirtækja/stofnanna til að byggja upp samstarf við atvinnulífið til að takast á við áskoranir tengdar atvinnuþátttöku, efnahag, loftlagsbreytingum o.s.frv.
Hverjir geta notið góðs af niðurstöðum FIERE verkefnisins?
- Stefnumótandi aðilar
- Félagasamtök og sjálfboðaliðar
- Samtök og klasar fyrirtækja
- Háskólar
- Fræðsluaðilar
Helstu verkþættir FIERE?
- Þarfagreining meðal svæðisbundinna aðila þar sem greind er þekking og fræðsluþörf varðandi frumkvöðlahugsun og nýsköpun.
- Þróun námsskrár um frumkvöðlahugsun og nýsköpun fyrir fræðsluaðila og ráðgjafa.
- Útbúin námsgögn sem miðla góðri reynslu af nýsköpunar- og þróunarverkefnum sem framkvæmd hafa verið að hagsmunaðilum til að styðja við svæðisbundna þróun.
- Skiplagt verður tilraunanámskeið fyrir fræðsluaðila/ráðgjafa til að prófa námsskrá og aðlaga námsgögn.
Væntur árangur af FIERE verkefninu:
- Evrópskt námskeið/þjálfun fræðsluaðila í nýsköpun og frumkvöðlahugsun.
- Námsgögn sem miðla góðri reynslu svæða af þróun nýsköpunar og frumkvöðlahugsunar tengd stefnumótun og/eða þróunarverkefnum.
- Samstarfsnet fræðsluaðila í þátttökulöndunum.
- Þjálfaðir fræðsluaðilar innan svæðisbundinna stofnana/fyrirtækja sem munu nýta þekkinguna áfram í sínu starfi.